- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
1

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)



I. Frásagnir um Island á undan
landnámi.


I. Sagnir um Thule.



Ekki eru neinar líkur til þess, að mannabyggð hafi
verið á Íslandi, fyrr en Írar komu hingað á 8. öld; ekki
hafa hér fundizt nein mannvirki eða menjar frá eldri
tímum. Um allt meginland Európu og Ameríku hafa
fundizt leifar eptir steinaldaþjóðir á mjög lágu
menningarstigi, og rannsóknir vísindanna benda til þess, að
villiþjóðir hafi búið i Norðurálfunni þegar á ísöldinni eða
jafnvel áður. Ísland hefir eflaust verið orðið frálaust frá
öðrum löndum, löngu fyrr en Norðurálfan byggðist af
mennskum mönnum, og þjóðflokkar þeir, sem lifað hafa
á steinöldinni og löngu seinna, voru eigi svo langt komnir,
að þeir hefðu skip, sem gæti þolað stórsjói í úthöfum;
smábátar illa gerðir komust að eins fram með ströndum
og hættu sér ekki útárúmsjó; jafnvel Fönikíumenn þorðu
ekki lengi fram eptir að sigla svo langt á haf út, að þeir
misstu sjónar á landinu. Kartverjar, Grikkir og Rómverjar
áttu seinna mikil hafskip og fóru langar sjóferðir;
en starfsvið þeirra lá miklu sunnar, og var því ekki
undarlegt, þó þeir ekki þekktu jafn fjarlægt land eins
og Ísland er, en Norðurlandabúar hafa á þeim dögum
eigi verið orðnir þeir sjógarpar, sem þeir seinna urðu.

Mikið hefir verið ritað og rætt um það, hvort
fornþjóðirnar suðrænu hafi þekkt Ísland eða ekki; en allar

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0015.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free