- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
17

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)


3. Írar finna Ísland.



Eins og kunnugt er, voru hér Írar þegar Norðmenn
komu fyrst til landsins. Ari fróði segir i Íslendingabók [1]
»þá voro her menn cristnir, þeir es Norþmenn calla Papa,
en þeir fóro síþan á braut, af því at þeir vildo eigi vesa
her viþ heiþna menn, oc léto eptir bæcr irscar oc bjöllor
oc bagla; af því mátti scilja, at þeir voru menn írscir«.
Landnáma bætir við um bjöllurnar og baglana, [2] »þat fanst í
Papey austr ok í Papýli, [3] er ok þess getit i bókum
enskum, at í þann tíma var farit milli landanna«. Síðar segir um
Kirkjubæ á Síðu (Ldn. IV. 11). »Þar höfðu áðr setit Papar, oc
eigi máttu þar heiðnir menn búa«. Írar þeir er hinir fyrstu
landnámsmenn kölluðu Papa, hafa eflaust verið klerkar
eða munkar frá Irlandi, er höfðu leitað í einveru norður
í höfum. Það sést líka á riti Dicuils munks, sem skrifað
er 825, að Írar hafa fyrstir fundið Ísland. Dicuilus segir
í riti sínu fyrst frá Thule og talar um hvað Solinus hafi
sagt um þetta land og bætir því næst við: »Nú eru þrír
tigir ára síðan, að klerkar, sem dvalið höfðu á þessari
eyju frá því í byrjun febrúarmánaðar til byrjunar
ágústmánaðar, sögðu mér, að um sumarsólstöður og um næstu
daga undan og eptir þá hyrfi sólin, er hún gengur til
viðar einsog bak við dálítinn hól, svo að engin dimma varð
um sjálfa þessa stuttu stund, hvað sem menn vilja gjöra
t. d. tína lýsnar úr skyrtunni, þá má gjöra það eins og
sól væri á lopti; ef þeir hefðu komið upp á há fjöll þar
á eynni, mundi sólin líklega aldrei hafa horfið þeim. Mitt

[1] Íslendingabók, 1. kap. Ísl. sögur I, bls. 4.
[2] Landnáma, prol., bls. 24. Fornmannasögur I, bls. 233, XI
bls. 410. Theodorici Monachi historia de antiquitate regum
norwagiensium, cap. III. Monumenta historica Norvegiæ, udgivne ved
G. Storm. Kristiania 1880, bls. 8—9.
[3] Papýli vita menn eigi með vissu, hvar hefir verið, Dr. Kålund
heldur, að héraðið Síða hafi borið það nafn (Hist.-topogr.
Beskrivelse af Island II, bls. 276 og 314); aðrir halda, að Papýii hafi
verið í Suðursveit (Oddsens Landaskipunarfræði II. 1822, bls 304.
Safn til sögu Íslands II, bls. 451 og 475).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0031.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free