- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
21

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)


II. Hugmyndir manna um Ísland fyrir
siðaskiptin.


4. Ferðir Norðmanna til Islands og landnám þeirra.



Það er ekki gott að segja með vissu, hver fyrstur
fann Ísland af norrænum mönnum, og eru deildar
sagnir um það, hvor þeirra Naddaðs eða Garðars hafi
fyrr komið til landsins; handritin af Landnámu greinir á
í þessu efni. Um Naddað [1] segir svo

i Landnámu Sturlu Þórðarsonar:

Svá er sagt, at menn skyldu
fara ór Noregi til Færeyja;
nefna sumir til Naddoð
víking; en þá rak vestr í haf,
ok fundu þar land mikit;
þeir gengu upp i Austfjörðum
á fjall eitt hátt, ok sást
um víða, ef þeir sæi reyki
eða nökkur líkindi til þess
at landit væri bygt; ok sá
þeir þat ekki. Þeir fóru
aptr um haustit til Færeyja;

i Hauksbók:

Naddoddr hét maðr, bróðir
Exna-Þóris, mágr Ölvis
barna-karls; hann var víkingr
mikill. Af því staðfestist
hann í Færeyjum, at hann
átti hvergi annarstaðar vel
fritt. Hann fór or Noregi
ok vildi til eyjanna, ok varð
sæhafi til Garðarshólms, ok
kom í Reyðarfjörð á
Austfjörðum, ok gengu þeir þar
á hin hæstu fjöll, at vita, ef

[1] Réttast mun vera, að skrifa Naddaðr eða Naddoðr, en ekki
Naddoddur, eins og optast er gert, sbr. grein eptir Jón rektor
Þorkelsson í Baldri I., bls. 6,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0035.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free