- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
8

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)



Benv.: Eg geng í milli; geym þú sverð þitt, ella
beit því til þess að sætta þessa seggi.

Tíb.: Með brugðnu sverði—að sætta! Þvílík orð
eg hatast við sem heljarglóð og gjörvallt
þitt Montags hyski og þig. Nú, hundur,
dugðu!

(Þeir berjast.)

(Vinir ættanna koma og berjast líka; því næst koma ýmsir
borgarmenn með barefli í höndum.)

l.borg.: Fram! axir, kylfur kesjur! höggvum, drepum
og kvistum bæði Kapúlett og Montag!

(Kapúlett kemur í náttserk með frú sinni.)

Kap.: Hvað gengur á? Heyr, heyr! Fær hingað
sverð mitt.

Frú Kap.: Nei; hækju, hækju! Hvað vilt þú með
sverðið ?

Kap.: Mitt stóra sverð!—Þar glottir gamli Montag,
og ögrar mèr með sínu sverði brugðnu.

(Montag og frú hans koma.)

Mont.: Þú níðings-Kapúlett!—Nei, slepptu, slepptu!
Frú Mont.: Þú skalt ei fótmál fram að óvin þínum.

(Furstinn með foruneyti kemur.)

Furstinn: Uppreistar-fíknu þegnar, friðar fjendur,
sem herðið guðlaust stál í granna blóði!
Hvað? heyra þeir ei? Heyrið menn! dýr,
vargar!
sem slökkvið heljarloga yðrar heiptar
í purpurafossum sjálfra yðar æða —
á kvalabekk! ef kastið þèr ei óðar
úr blóðhondunum bráðu vopni’ á jörðu,
og hlýðið reiði-röddu yðvars drottins!

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0014.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free